Ræktunarbú á LM 2006

Nú liggur fyrir hvaða ræktunarbú munu koma fram á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði um mánaðamótin. Auglýst var eftir umsóknum og stóð til að velja tíu bú og bjóða tveimur, þ.e. ræktunarbúum áranna 2004 og 2005, en þar sem annað þeirra mun ekki mæta til leiks var ákveðið að velja ellefta búið inn úr hópi umsækjenda.

Þau bú sem munu koma fram eru:
Fet
Fornu-Sandar
Hafsteinsstaðir
Holtsmúli
Hvítárholt
Litlaland
Ræktun fjölskyldu Ágústar V. Oddssonar í Hafnarfirði
Sauðárkrókshestar
Vatnsleysa
Vestra-Fíflholt
Þingeyrar
Þúfur (áður Stangarholt)

Ræktunarbússýningarnar eru eitt vinsælasta dagskráratriði landsmótanna og fara þær fram á föstudagskvöldi. Þá mun áhorfendum gefast kostur á að kjósa flottasta búið í “Idol” símakosningu og mun sigurvegari í þeirri kosningu fá að koma fram aftur á kvöldvöku á laugardagskvöldi.
Feiknarlega spennandi hestakostur verður í boði af hálfu þeirra búa sem valin hafa verið og atriðin fjölbreytt og skemmtileg. Það ætti því enginn að verða svikin af þessum frábæra dagskrárlið sem ávallt vekur mikla lukku.

www.bondi.is /hgg


back to top