Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins opnar heimasíðu rml.is

Í dag fór í loftið heimasíða Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is.

Þar má finna ýmsan fróðleik um RML og hverjir sitja í stjórn hins nýja félags. 
Við óskum RML til hamingju með síðuna sem er í alla staði hin aðgengilegasta. 

Á Búnaðarþingi sem lauk seint í gærkvöldi var meðal annars tilnefnt í nýja stjórn RML. Formaður stjórnar er Eiríkur Blöndal en formaðurinn skal samkvæmt samþykktun Bændasamtaka Íslands vera sá aðili sem gegnir framkvæmdastjórastöðu hverju sinni.
Eftirfarandi voru tilnefndir:
Guðný H. Jakobsdóttir, Syðri-Knarrartungu, Snæfellsnesi
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti, Fljótshlíð
Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, Svalbarðsströnd
Sveinn A. Sæland, Espiflöt, Biskupstungum
Til vara:
Björn Halldórsson, Akri, Vopnafirði
Guðrún Lárusdóttir, Keldudal, Hegranesi
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I, Þingvallasveit
Guðrún Sigurjónsdóttir, Glitstöðum, Norðurárdal.
Eigandinn, Bændasamtök Íslands mun síðan skipa í stjórn RML.

back to top