Óverðtryggðir vextir Seðlabankans gilda

Hæstiréttur Íslands staðfesti nú rétt áðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. júlí sl. um að vextir á ólögmætum gengistryggðum lánum skuli vera óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands frá lántökudegi. Lýsing hf. höfðaði málið gegn manni sem tók bílalán árið 2007. Var málið höfðað til að eyða óvissu um vaxtakjör á ólögmætum gengistryggðum lánum. Frekari fréttir verða birtar af dómnum og viðbrögðum stjórnvalda síðar í dag.


back to top