Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu forðagæsluskýrslna

Matvælastofnun hefur opnað fyrir rafræna skráningu forðagæsluskýrslna á nýjum vef, www.bustofn.is. Öllum sem skiluðu forðagæsluskýrslu síðasta haust hefur nú að venju verið send eyðublöð haustskýrslu ásamt leiðbeiningum um útfyllingu og skil. Hins vegar stendur umráðamönnum búfjár einnig til boða að að skila upplýsingum um bústofn og forða rafrænt. Með rafrænum skilum er skráning upplýsinga um heyforða til muna einfaldaður.

Aðgangur að vefforritinu er veittur gegn rafrænu auðkenni (island.is), sambærilegt við skattaskýrsluskil. Þannig skráir umráðamaður búfjár sig inn á www.bustofn.is með kennitölu og sama veflykli og inn á www.skattur.is.
Skilafrestur á forðagæsluskýrslum er til 20. nóvember n.k. skili menn eyðublöðum en til 10. desember noti menn rafræna skráningu á www.bustofn.is.

Leiðbeiningar um útfyllingu haustskýrslu


Leiðbeiningar um rafræn skil á haustskýrslum


Búfjáreftirlitssvæði og starfandi búfjáreftirlitsmenn


back to top