Opið fjós á Stóra Ármóti

Föstudaginn 19. mars n.k. frá kl. 13.30 til kl. 17.00 verður opið fjós hjá Tilraunabúinu á Stóra Ármóti þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða aðstöðuna og fræðast um starfsemi búsins. Kynntar verða ýmsar tilraunaniðurstöður, sagt frá tilraunum í gangi og undirbúningi. Þá mun Kynbótastöð Suðurlands sýna klaufskurð og boðið verður upp á sýnikennslu í kúadómum.
MS verður með vörukynningu á staðnum og mun m.a. kynna nýja íþróttadrykkinn, Hleðslu.

Auk þessa verða fyrirtæki og þjónustuaðilar á sviði nautgripa- og jarðræktar með kynningu á vörum sínum og þjónustu.


Heitt verður á könnunni og það eru allir velkomnir í opið fjós á Stóra Ármóti.


Búnaðarsamband Suðurlands


back to top