Opið fjós á Hurðarbaki í Flóa

Ábúendur á Hurðarbaki í Flóahrepp standa fyrir opnu fjósi föstudaginn 17. febrúar milli kl. 15 og 17. Til sýnis verður ný 670 fm viðbygging fyrir 68 mjólkurkýr með LELY mjaltaþjóni. Húsið verður tekið í notkun á næstu dögum. Allt áhugafólk um landbúnaðarbyggingar velkomið. Kaffi og léttar veitingar.


back to top