Breytingar á starfsliði Bændabókhalds

Um síðustu áramót lét Sigurlaug Jónsdóttir fyrrum bóndi Hraunkoti í Landbroti af störfum við bændabókhald en hún hefur starfað við það frá árinu 1998. Þá lét Skafti Bjarnason af störfum við Bændabókhaldið 1. mars sl. En hann hefur starfað við bændabókhaldið frá árinu 2006. Síðustu árin hefur Skafti verið í hlutastarfi þar sem hann hefur gegnt starfi oddvita í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á síðasta ári urðu einnig þær breytingar að Sigríður Emilsdóttir hætti störfum og við hennar starfi tók Sigrún Helga Valdimarsdóttir. Þá hefur Gunnar Rikharðsson komið til starfa við bændabókhald og jafnvel fleiri verkefni fyrir Búnaðarsambandið frá áramótum. Gunnar var áður tilraunastjóri á Stóra Ármóti til 1995 en flutti þá að Þingeyrum í Húnaþingi og starfaði sem framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda. Sigurlaugu, Sigríði og Skafta er hér með þakkað fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa innt af hendi fyrir Búnaðarsambandið um leið og Gunnar og Sigrún eru boðin velkominn til starfa.


back to top