Nýr útflutningsstjóri Mjólkursamsölunnar.

Á undanförnum árum hefur vaxandi útflutningur Mjólkursamsölunnar á skyri og fleiri afurðum leitt til þess að útflutningsdeild fyrirtækisins hefur farið vaxandi.  Nú á dögunum var Heimir Már Helgason ráðinn útflutningsstjóri MS og hóf störf í byrjun mánaðarins. Heimir er 38 ára gamall, tveggja barna faðir og borinn og barnfæddur Skagamaður en hefur búið meirihluta ævinnar í Garðabænum. Óskum við Heimi velfarnaðar í starfi og vonandi eflist enn útflutningur íslenskar mjólkurafurða.Heimir er með framhaldsmenntun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og fyrri störf hafa m.a. verið viðskiptastjóri útflutnings hjá Nóa Síríus, vörumerkjastjóri hjá Bauhaus Danmörku, viðskiptastjóri innflutnings hjá Eimskip og vörumerkjastjóri hjá Danól. Maki Heimis er Guðrún Hulda Jónsdóttir, flugfreyja. Mjólkursamsalan býður Heimi Má velkominn og óskar honum góðs gengis við störf sín hjá MS, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

 

 


back to top