Bændafundir Líflands

Fréttatilkynning frá Líflandi.  Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi við að halda fræðslufundi fyrir íslenska kúabændur. Í ár verða fundirnir haldnir á sex stöðum á landinu dagana 26. – 28. nóvember.

Á dagskrá fundanna nú verður m.a. samantekt á niðurstöðum heysýnagreininga og samanburður við fyrri ár. Fjallað verður um helstu fóðurgrös, notagildi þeirra auk þess sem tæpt verður á sáðvöruúrvali Líflands. Farið verður yfir hvernig bæta má heilbrigði nautgripa með markvissri notkun bætiefna og nýjar kjarnfóðurblöndur Líflands verða kynntar. Fyrirlesarar verða Gerton Huisman, sérfræðingur frá Trouw Nutrition í Hollandi, auk ráðgjafa Líflands. Hluti fyrirlestra mun fara fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum á íslensku. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir.

Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum:

Þriðjud. 26. nóv. Kl. 11:00 Hótel Flúðir.
Þriðjud. 26. nóv. Kl. 20:30 Hótel Hvolsvöllur.

Miðvikud. 27. nóv. Kl. 11:00 Hótel Hamar, Borgarfirði.
Miðvikud. 27. nóv. Kl. 20:30 Harmonikkusalurinn Blönduósi.

Fimmtud. 28. nóv. Kl. 11:00 Hótel Varmahlíð, Skagafirði.
Fimmtud. 28. nóv. Kl. 20:30 Hótel KEA Akureyri.

 


back to top