Nýr formaður Samtaka ungra bænda

Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp er nýkjörinn formaður Samtaka ungra bænda.   Kosning fór fram á aðalfundi sem haldinn var á Egilsstöðum sl. laugardag. 

Aðrir í stjórn eru Jóna Björg Hlöðversdóttir, Kjartan Guðjónsson, Sindri Fannar Sigurbjörnsson og Þórir Níelsson.  Kjartan og Sindri Fannar er nýir í stjórn.
Búnaðarsamband Suðurlands óskar nýjum stjórnarmönnum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Í varastjórn eru Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Hjalti Eiríksson, Gunnar Guðbjartsson, Anna Lóa Sveinsdóttir og Hermann Ingi Gunnarsson.

back to top