Nýr formaður hjá Búnaðarsambandi A-Skaftfellinga

Þórey Bjarnadóttir, bóndi á Kálfafeli í Suðursveit og sauðfjárrækatarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, var nýlega kjörin formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu embætti hjá búnaðarsambandinu. Fundurinn var haldinn þann 15. febrúar s.l. á Smyrlabjörgum en hann sitja fulltrúar búnaðarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu. Með Þórey í stjórn búaðarsambandsins eru Guðjón Þorseinsson á Svínafelli og Steinþór Torfason á Hala.


back to top