Nýir sæðishrútar 2012

Í vor voru valdir 14 nýir hrútar til notkunar á sauðfjársæðingastöðvunum. Þessir hrútar eru nú allir komnir í einangrunargirðingar stöðvanna og í lok september bætast nokkrir við eftir afkvæmarannsóknir þær sem skipulagðar voru síðasta vetur. Afkvæmarannsóknir eru að þessu sinni á Hesti, Hjarðarfelli, Heydalsá, Hagalandi, Svalbarði og í Ytri-Skógum. Smá lýsingar á nýjum hrútunum hafa verið teknar saman munu þær birtist á síðu Sauðfjársæðingastöðvarinnar næstu daga fyrir hvern og einn ásamt mynd.


Nýir hrútar eru þessir: (Fyrra númer í sviga en víða eru til upplýsingar um þá undir því auðkenni).


Hyrndir hrútar:
Skugga Sveinn 07-876 frá Ásgarði (07-482)
Ás 09-877 frá Skriðu (09-057)
Bassi 09-878 frá Geirmundarstöðum (09-476)
Gaur 09-879 frá Bergsstöðum (09-204)
Gumi 09-880 frá Borgarfelli (09-456)
Rafall 09-881 frá Úthlíð (09-534)
Partur 09-882 frá Kirkjubóli (09-135)
Stakkur 10-883 frá Kirkjubóli (10-126)
Grámann 10-884 frá Bergsstöðum (10-212)
Soffi 10-885 frá Garði (10-666)


Forystuhrútur:
Flórgoði 11-886 frá Hafrafellstungu (11-690)


Kollóttir hrútar:
Höttur 09-887 frá Húsavík (09-360)
Glæsir 09-888 frá Sauðadalsá (09-164)
Baugur 10-889 frá Efstu-Grund (10-241)


Af þeim hrútum sem voru á stöð síðasta vetur eru eftirfarandi fallnir:
At 06-806 frá Hafrafellstungu (Felldur eftir fengitíð  – fullnotaður)
Hukki 06-841 frá Kjarlaksvöllum (Fórst af slysförum)
Sokki 07-835 frá Brúnastöðum (Drapst afvelta)
Hrói 07-836 frá Geirmundarstöðum (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
Gandur 07-845 frá Garðsá (Drapst eftir fengitíð)
Lagður 07-847 frá Hrísum (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
Gosi 09-850 frá Ytri-Skógum (Drapst úr barkabólgu)
*Skrauti 07-826 frá Hjarðarfelli (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)
*Valur 06-853 frá Melum 2 (Drapst fyrir fengitíð, var í hrútaskrá – ígerðarsýking)
Karl Philip 05-827 frá Sandfellshaga (Felldur eftir fengitíð – fullnotaður)


Í október þegar endanlega liggur fyrir hvaða fleiri hrútar koma á stöð verður svo tekin ákvörðun um hvaða fleiri hrúta þarf að fella og hvernig hrútaúrval sæðingastöðvanna verður næsta vetur.


back to top