Nýir hrútar á sauðfjársæðingastöð

Nýlega var farið í Austur-Skaftafellssýslu og náð í 2 nýja hrúta fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar.  Báðir hrútarnir eru fæddir 2017, Svartur frá Hvammi í Lóni er undan Kletti 13-962 og er með 120 í kynbótaeinkunn fyrir gerð, 112 fyrir fitu, 108 fyrir frjósemi og 110 fyrir mjólkurlagni. Hinn hrúturinn Herkúles frá Hestgerði grár að lit og gefur m.a. tvílit og mórautt er undan Kornelíusi 10-945. Kynbótaeinkunnir hans eru; 117 fyrir gerð, 102 fyrir fitu, 106 fyrir frjósemi og 112 fyrir mjólkurlagni


back to top