Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Búnaðarþing er búið að kjósa nýja stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára. Stjórnin er skipuð sex stjórnarmönnum auk formanns sem er kosinn sérstaklega. Nýja stjórn skipa Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti, sem kosinn var formaður, Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum, Þórhallur Bjarnason frá Laugalandi og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni.

Búnaðarsamband Suðurlands óskar nýjum stjórnarmönnum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum.


back to top