Ný ríkisstjórn kynnt á Laugarvatni

Í dag kynntu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigumundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson nýtt ríkisstjórnarsamstarf. Ráðuneytunum verður skipt þannig að Fremsóknarflokkurinn fær forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og fjórða ráðuneytið sem fer með sjávarútvegs-,landbúnaðar og umhverfismál. Sjálfstæðisflokkurinn fær innanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennamálaráðuneyti og það fimmta sem fer með iðnaðar- og orkumál.

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar má lesa eftirfarnadi kafla um landbúnaðarmál. 
„Landbúnaður
Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi 
eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á 
aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði 
kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Með það fyrir augum er brýnt að 
kanna með hvaða hætti er unnt að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í 
sveitum landsins. 22. MAÍ 2013 – 7 
Til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi verður skipaður 
starfshópur til að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja 
að ávinningur af aukinni eftirspurn og sókn á nýja markaði skili sér í bættum kjörum bænda. 
Starfshópurinn mun fara yfir alla lagaumgjörð landbúnaðar, vinnslu matvæla og nýtingar lands. 
Mótaðar verði tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem ráðast þarf í til að ná settum 
markmiðum. Nýsköpun, markaðs- og sölumál verða einnig endurskoðuð. Starfshópurinn mun 
leita samráðs við fulltrúa þeirra sem starfa í greininni.
Stefnt er að endurskoðun búvörusamninga með tilliti til fóður- og fæðuframleiðslu. 
Sveitarfélög verði studd í ákvarðanatöku um hvaða svæði séu helguð landbúnaði og lagarammi um 
þá hagsmuni bættur.“
 

back to top