Ný og endurbætt og áburðarhandbók frá Áburðarverksmiðjunni

Áburðarverksmiðjan/Fóðurblandan hafa gefið út nýja og endurbætta útgáfu af áburðarhandbókinni sem byggir á áburðartegundum Áburðarverksmiðjunnar. Handbókin er ætluð bændum, ráðunautum og öllum þeim sem nota áburð.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikið af nýju efni hafi verið bætt við og áburðartegundum Áburðarverksmiðjunnar séu gerð góð skil. Vonast er til þess að handbókin verði bændum og öðrum ræktendum leiðarvísir við val á áburðartegundum og áhrifaríka notkun á áburði.

Bókin er unnin úr áburðarhandbók sem gefin var út árið 2001 á vegum Áburðarverksmiðjunnar en ritstjóri þeirrar bókar og aðalhöfundur var Magnús Óskarsson áburðarsérfræðingur og kennari á Hvanneyri til margra ára.


Sigurður Þór Sigurðsson og Pétur Pétursson ritstýrðu nýju áburðarhandbókinni.


back to top