Ný fjárhús á Stóra-Ármóti tekin í notkun

Um síðustu helgi voru tekin í notkun ný fjárhús á Stóra-Ármóti. Bygging þeirra var í höndum Fossmóta ehf. sem byrjuðu á verkinu á vordögum eða í byrjun apríl.  Fjárhúsin eru 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.  Öll vinnuaðstaða mun batna til muna í nýju húsunum auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé.  Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina þegar Þorsteinn Logi Einarsson kom og rúði, en eins og sjá má á myndunum er ekki kominn hálmur undir féð, þar sem hætta er á að hálmurinn fari í ullina og rýri gæði hennar.

 


back to top