Nú er hægt að panta aukamerki í nautgripi

Búið er að opna fyrir þann möguleika að panta annað merkjasett fyrir þá gripi sem eru fæddir frá og með 1. nóv. 2011 í Markinu (www.bufe.is). Þannig geta þeir bændur sem hafa nýlega pantað einföld merki í eyrun á nautgripum sínum nú endurtekið einu sinni síðustu pöntun af einföldum merkjum og keypt merki í hitt eyrað. Þegar þessi möguleiki er notaður endurpantar kerfið alla síðustu merkjaröð nema að hjarðbók í Huppu sýni að gripur sem skráður er fyrir merkinu sé dauður. Einnig eru merki sem kerfið finnur í gripum fæddum fyrir 1. nóvember 2011 tekin út úr pöntuninni.
Með þessari aðferð er bara er hægt að panta einföld merki enda eiga allar nýjar pantanir að vera með tvöföldum merkjum.
Nánari upplýsingar eða aðstoð er hægt að fá hjá Búnaðarsambandinu eða Bændasamtökunum.


back to top