Norðlenska birtir verð á sauðfjárafurðum

Norðlenska hefur tekið ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir haustið 2010. Niðurstaðan er sú að greiða svipað verð og á síðasta ári fyrir dilkakjöt, að frádregnum 39 krónum vegna geymslugjalds, sem fram til þessa hefur verið greitt til afurðastöðva en samkvæmt nýjustu breytingum rennur nú beint til bænda. Verð fyrir kjöt af fullorðnu verður óbreytt frá fyrra ári.

Ekki eru forsendur fyrir verðhækkunum á markaði innanlands, og það sama má segja um erlenda markaði að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðlenska. Á erlendum mörkuðum er mjög mikil óvissa, fyrst og fremst vegna gengisóvissu en gengi krónu gagnvart evru hefur styrkst um u.þ.b. 17% frá því í ágúst 2009. Þetta veldur lækkun í skilaverði í íslenskum krónum sem því nemur.


Norðlenska greiðir mismunandi verð eftir viku fyrir lambakjöt, það hæsta í upphafi sláturtíðar. Verð fyrir fullorðið verður það sama alla sláturtíðina.


Gjaldskrá Norðlenska vegna heimtöku mun hækka sem nemur kostnaðarhækkunum og einnig hækkunum vegna geymslugjalda. Þessi gjaldskrá mun birtast á vef Norðlenska á næstu dögum, og einnig í fréttabréfi sem sent verður út innan tíðar.


Greiðslufyrirkomulag


Norðlenska greiðir 80% af innleggi, föstudag í viku eftir innlegg.


20% af innleggi í ágúst og september verður greitt 12. nóvember.


20% af innleggi í október verður greitt 12. desember.Verðskrá Norðlenska 


 


back to top