Niðurstöður úr gróðursýnum

Búið er að setja niðurstöður úr efnagreiningum á gróðursýnum teknum 10.-13. maí s.l. á vefinn hjá okkur. Flúorstyrkur var í öllum tilfellum hærri en þolmörk nautgripa og hesta og ofan við þolmörk sauðfjár í nokkrum sýnum. Hins vegar er bæði athyglisvert og ánægjulegt að útskolun ösku og flúors eftir 12 tíma rigningu er mjög mikil. Hins vegar er flúorminnkun á Raufarfelli frá fyrstu sýnatöku (2.400 mg/kg þurrefnis þann 3. maí) til þeirrar næstu (957 mg/kg þurrefnis þann 11. maí) að hluta vegna útþynningar því töluverð spretta var þessa viku en lítil úrkoma.

Sjá nánar:
Niðurstöður úr gróðursýnum 10.-12. maí 2010


back to top