Niðurstöður úr gróðursýnum teknum 20.-21. maí 2010

Komnar eru niðurstöður úr gróðursýnum sem tekin voru 20.-21. maí s.l. á vefinn hjá okkur. Sýnin voru tekin eftir að rignt hafði í um tvo daga og því hafa mál færst mjög til betri vegar. Flúorstyrkur var í öllum tilfellum um eða vel fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 31-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 75-100 mg/kg F þurrefnis.
Á bæjunum Raufarfelli, Ytri Ásum og Sólheimahjálegu var styrkur flúors yfir þolmörkum nautgripa og hesta og voru á bilinu 59-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörk nautgripa og hesta er 30-40 mg/kg F þurrefnis.
Þessar niðurstöður sýna glöggt að rigning þynnir verulega út styrk flúors af bæði yfirborði ösku sem og í gróðri.

Niðurstöður úr gróðursýnum 20.-21. maí 2010


back to top