Niðurstöður búreikninga 2011 birtar

Hagþjónusta Landbúnaðarháskóla Íslands (áður Hagþjónusta landbúnaðarins) hefur birt niðurstöður búreikninga fyrir árið 2011. Í skýrslunni ásamt uppgjöri ársreikninga 2010, eru birt þrenn uppgjör sem unnin hafa verið á árinu 2012.
• Uppgjör búreikninga í nautgripa- og sauðfjárrækt fyrir rekstrarárið 2011.
• Uppgjör búreikninga garðyrkjubúa fyrir rekstrarárið 2010.
• Uppgjör ársreikninga í hrossarækt, svínarækt, loðdýrarækt, eggjaframleiðslu, alifuglarækt, blómaframleiðslu, grænmetisrækt/ylrækt, grænmetisrækt/útirækt, garðplöntuframleiðslu og kartöfluframleiðslu 2010.

Uppgjör í nautgripa- og sauðfjárrækt byggir á búreikningum frá 283 búum sem bárust til Landbúnaðarháskóla Íslands vegna rekstrar á árinu 2011. Fjöldi reikninga eftir búgerð er þessi: 145 kúabú, 94 sauðfjárbú, 8 blönduð bú og 36 bú með annarskonar búrekstur.


Uppgjör garðyrkjubúa byggir á bókhaldsgögnum frá alls 20 búum vegna rekstrarárs 2010 og 19 búa í samanburðaruppgjöri á milli ára. Búin skiptast í blómabú, garðplöntubú, grænmetisbú og kartöflubú.


Uppgjör ársreikninga í hrossarækt, svínarækt, loðdýrarækt, eggjaframleiðslu, alifuglarækt, blómaframleiðslu, garðplöntuframleiðslu, grænmetisframleiðslu/ylrækt/útirækt og kartöflurækt byggir á alls 266 framtölum vegna rekstrarárs 2010 og 213 framtölum til samanburðaruppgjörs.. Skýrslan er alls 138 blaðsíður að stærð og er birt í heild sinni á heimasíðunni http://www.hag.is/bureikningar.html.


back to top