Netnautin hafa verið uppfærð

Búið er að uppfæra Netnautin – nautskrána á netinu með upplýsingum um þau naut sem verða í nautaskrá en hún mun koma út innan tíðar. Alls verða 22 reynd naut í skránni en þar af eru 6 naut úr 2000 árgangnum sem koma ný til notkunar.Laski 00010 frá Dalbæ í Hrunamannahr., f. Smellur 92028, mf. Rauður 82025. Laski gefur mjólkurlagnar kýr með góða júgur- og spenagerð og gott skap. Laski kemur til notkunar sem nautsfaðir.
Golli 00012 frá Garðsá í Eyjafirði, f. Smellur 92028, mf. Andvari 87014. Dætur Golla eru sterkbyggðar og mjólkurlagnar en nokkuð ber á grófri spenagerð.
Kistill 00017 frá Bryðjuholti í Hrunamannhr., f. Tjakkur 92022, mf. Daði 87003. Kistilsdætur eru skapgóðar og mjólkurlagnar með efnahlutföll í meðallagi.
Kósi 00026 frá Svertingsstöðum í Eyjafirði, f. Smellur 92028, mf. Andvari 87014. Dætur Kósa eru sterkbyggðar kýr með góða spenagerð en mjaltir eru breytilegar.
Júdas 00031 frá Syðri-Knarratungu á Snæfellsnesi, f. Smellur 92028, mf. Þráður 86013. Júdasardætur eru ákaflega vinsælar kýr með góðar mjaltir og skap en aðeins ber á full löngum spenum hjá þeim.
Náttfari 00035 frá Vorsabæ í Austur-Landeyjum, f. Smellur 92028, mf. Daði 87003. Náttfari gefur fádæma mjólkurlagnar kýr með góða júgur- og spenagerð sem og skap en efnahlutföll eru í lægri kantinum.

Nánari upplýsingar er að finna á Netnautunum með því að smella hér.


back to top