Nautsmæðraskráin hefur verið uppfærð

Búið er að uppfæra nautsmæðraskrá fyrir A-Skaft. og Suðurland hér síðunni en vegna tafa á lokavinnslu kynbótamats er sú uppfærsla óvenju seint á ferð. Á skrá yfir nautsmæður eru nú 658 kýr en auk þeirra koma ungar og vel ættaðar kýr og kvígur sem enn hafa ekki fengið kynbótamat til greina sem nautsmæður.
Óskað er eftir því að undirritaður verði látinn vita eigi þær kýr nautkálf undan nautsfeðrum með það í huga að kálfurinn verði tekinn á stöð. Þá er einnig um það beðið að kýr á nautsmæðraskrá og ungar og efnilegar kýr og kvígur verði sæddar með nautsfeðrum en þeir eru: Hersir 9033, Laski 00010, Gosi 00032, Náttfari 00035, Snotri 01027 og Spotti 01028.

Nautsmæðraskránna er að finna með því að smella hér.

Guðmundur Jóhannesson


back to top