Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áætlar að halda a.m.k. þrjú námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt um miðjan júní, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin verða á Stóra Ármóti, Hvanneyri og á Akureyri. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.

Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhugað námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fyrir 30. maí. Unnt er að skrá þátttöku í síma 516-5000 eða með tölvupósti til bella@rml.is.
 
Nánari upplýsingar um staðsetningar og tímasetningar verða í Bændablaðinu sem kemur út fimmtudaginn 6. júní og á heimasíðunni rml.is

back to top