Mótframlag bænda í LSB lækkar

Lífeyrissjóður bænda mun innheimta 4% mótframlag á árinu 2011 vegna breytinga á á mótframlagsgreiðslum úr ríkissjóði. Sem kunnugt þurftu bændur að greiða 8% mótframlag frá júlí-des. í fyrra af reiknuðu endurgjaldi og launum en það lækkar nú í 4%. Greiðslur í Lífeyrissjóð bænda munu því verða samtals 8% af gjaldstofni, þ.e. 4% iðgjald að viðbættu 4% mótframlagi. Tryggingagjaldstofn er því reiknað endurgjald og laun að viðbættu 4% mótframlagi í lífeyrissjóð.
Eindagi iðgjalda í Lífeyrissjóð bænda er síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga
(30. hvers mánaðar), þ.e. síðasti dagur næsta mánaðar sem útreikningur tekur til. Þannig er eindagi iðgjalda fyrir janúar 2011 28. febrúar n.k.


back to top