Mjólkursöfnun hófst undir Eyjafjöllum í morgun

Röskun hefur orðið á mjólkursöfnun undir Eyjafjöllum og þar fyrir austan vegna eldgossins. Í gær voru væntingar um að tækist að koma mjólkurbílum austur yfir Markarfljót til þess að safna en því miður tókst það ekki. Í dag, að morgni föstudagsins 16. apríl, fékkst heimild yfirvalda til þess að fara yfir gömlu brúnna á Markarfljóti og hófst mjólkursöfnun á svæðinu á tíunda tímanum.
Mjólkurbílarnir fá að fara léttir yfir gömlu Markarfljótsbrúna og síðan verður ferjað yfir hana í smáskömmtum til baka.
Þar eru nú fjórir bílar við mjólkursöfnun og ætti mjólk af svæðinu að vera farin að berast á Selfoss eða á leiðinni þangað. Í raun mátti ekki tæpara standa með að bændur yrðu að fara að hella niður mjólk en víða voru mjólkurtankar orðnir fullir.


back to top