Mjólkurinnlegg síðsutu vikna á Selfossi minna en síðustu ár

Mjólkurinnlegg síðustu vikna á Selfossi er mun minna í ár en á síðasta ári. Þrátt fyrir það er innlegg þessa árs meira en á sama tíma í fyrra og munar 166.945 lítrum eða 0,93%. Síðustu vikur hefur innleggið aukist mun minna en sömu vikur í fyrra. Undanfarin ár hefur innleggstoppur ársins verið í viku 18 og þá náð rúmlega 1.050 þús. lítrum en í ár virðist toppurinn hafa verið í viku 10 en þá losaði innleggið 1.020 þús. lítra.
Eldgosið í Eyjafjallajökli virðist alla vega ekki enn sem komið er hafa haft önnur áhrif en þau að innlegg færðist milli vikna. Ekki er að sjá að minnkun hafi orðið á innleggi vegna þess en hins vegar er spurning hvað gerist þega rlíða fer á sumarið.
Ástæður þess að innleggstoppurinn er ekki jafnhár nú og undanfarin er líklega fyrst og fremst sú að margir framleiðendur sjá  fram á það að framleiða verulega umframmjólk á þessu ári. Menn telja því rétt að draga úr fyrr en ella þar sem verð á umframmjólk er fremur lágt miðað við hækkanir á aðföngum á undanförnum tveimur árum. Einnig gæti verið um tilfærslu á burðartíma að ræða, þ.e. að kýrnar hafi seinkað sér en þó er samdrátturinn fullmikill til þes að það sé eina skýringin.

Sjá nánar: Innlegg á Selfossi


back to top