Minnum á að panta lambaskoðun

Lambaskoðun og dómsstörf í sauðfjárræktinni hafa gengið vel í haust og margt afburða vel gerðra og fallegra gripa verið skoðað. Vöðvaþykkt og lærahold aukast stöðugt og er það vel. Nú viljum við biðja þá sem enn eiga eftir að panta lambaskoðun að gera slíkt hið fyrsta. Panta má lambaskoðun í netfangið saudfe@bssl.is eða í síma 480 1800.
Rétt er að minna á að þeir lambhrútar sem koma til skoðunar eftir 19. október n.k. koma ekki til röðunar fyrir stigahæsta lambhrútabúið.


back to top