Minkabændur í Mön bjóða heim.

Hjónin Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson í Mön í Skeiða og Gnúpverjahreppi ætla að bjóða almenningi í heimsókn í minkabúið sitt föstudaginn 17. maí milli kl. 13 og 17 og laugardaginn 18. maí milli kl. 11 og 17.

 

Margir fara í sveitina um sauðburðinn en fáir hafa komist í tæri við litla minkahvolpa. Got hefur verið í fullum gangi undanfarnar vikur og því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og fá að kynnast þessu ungviði og jafnvel fá að halda á litlu krílunum.
Hellt verður á könnuna og bændur veita upplýsingar um búskapinn og starfsemina. 
Fá skinn eru eins eftirsótt og minkaskinn en á staðnum verða skartgripir og aðrir munir úr minkaskinni og roði til sýnis og sölu. 
Einnig verður til sölu nýtt smyrsl úr minkafitu og íslenskum jurtum en fátt er eins græðandi og minkafita.
Eitthvað verður einnig til afþreyingar fyrir börnin og getraun fyrir alla.
Þau Katrín og Stefán vonast til að sem flestir leggi leið sína í minkahúsið og sjái þar eitthvað nýtt, skemmtilegt og fróðlegt.  
 

back to top