Miðlun á nautgripum á Suðurlandi

Sunnlenskir kúabændur ætla að prufa að nýta sér tölvupóstsamskipti til miðlunar nautgripa sín á milli.  Á síðasta félagsráðsfundi Félags kúabænda á Suðurlandi var ákveðið að prufa þennan möguleika í nautgripamiðlun.  Nú í ár er met sala á afurðum nautgripabænda og aldrei meiri þörf en nú að nýta vel þann bústofn sem til er.  Smitvarnir setja þessari miðlun nokkrar skorður en ef farið er eftir vinnureglum MAST og haft samráð við héraðsdýralækni, þá er öllu óhætt.Áhugasamir kúabændur á Suðurlandi sem ekki hafa fengið póst, geta haft samband við  formann FKS Valdimar Guðjónsson netfangið er gaul@emax.is

Nánar; Smitvarnir Nautgripir


back to top