Meðalbúið aldrei verið stærra en á síðasta ári

Á síðasta ári nam heildarinnlegg mjólkur á Suðurlandi, þ.e. í A- og V-Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu, 48.934.361 lítrum sem er 749.383 lítrum meira en á árinu 2010. Mest var innleggið í Ánessýslu, 25.105.241 lítrar, og síðan í Rangárvallasýslu, 17.742.985 lítrar. Í V-Skaftafellssýslu var lagður inn 3.746.931 lítri og í A-Skaftafellssýslu 2.339.204 lítrar.
Meðalbúið hér á Suðurlandi hefur aldrei verið stærra en í fyrra eða 197.023 lítrar.
Inni í þeirri tölu eru einungis reiknuð bú með innlegg allt árið. Stærst eru búin í Árnessýslu þar sem meðalinnleggið reyndist vera 228.229 lítrar, í Rangárvallasýslu var það 199.829 lítar, í A-Skaftafellssýslu 179.939 lítrar og í V-Skaftafellssýslu er búin minnst að jafnaði eða 95.414 lítrar.


back to top