Meðalafurðir ívið minni

Búið er að birta maí-uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar. Meðalafurðir eftir árskú á landsvísu standa nú í 5.330 kg sem eru nánast sömu afurðir og á síðasta ári þegar þær voru 5.342 kg. Hér á Suðurlandi eru afurðir nú 5.407 kg eftir árskú sem er heldur minna en árið 2010 þegar afurðir stóðu í 5.424 kg. Afurðahæsta búið á Suðurlandi er í augnablikinu Kirkjulækur í Fljótshlíð með 7.732 kg eftir árskú. Kirkjulækur er í fjórða sæti á landsvísu en afurðir eru mestar Guðlaugu og Eyberg á Hraunhálsi eða 7.842 kg/árskú.
Afurðahæsta kýrin á Suðurlandi og landinu öllu er Grása 438 Finnsdóttir 03029 í Gunnbjarnarholti en hún hefur mjólkað 11.487 kg á síðustu 12 mánuðum. Habbý 371 Þverteinsdóttir 97032 í Gunnbjarnarholti er að vísu ekki langt undan en hún hefur mjólkað 10.444 kg.
Nánari upplýsingar um niðurstöður skýrsluhaldsins er að finna á vef BÍ.

Niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt


back to top