Líklega mest öskufall í Öræfum í dag

Bjartara er yfir Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í dag en í gær en töluvert öskufall var í gær og gærkvöldi suður og suðvestur af Vatnajökli. Búast má við talsverðu öskufalli í dag sem verður líklega verður einna mest í Öræfum. Björgunarsveitir eru lagðar af stað til að aðstoða bændur og leita að fé auk þess sem að um 6 teymi björgunarsveitarmanna eru á svæðinu og fara á milli bæja og aðstoða fólk.
Litlar breytingar virðast hafa orðið á gosinu í Grímsvötnum í nótt, það er stöðugt. Ákvörðun um hvort þjóðvegur eitt milli Víkur og Skaftafells verði opnaður verður tekin á níunda tímanum.


back to top