Lífeyrissjóður bænda býður upp á óverðtryggð lán

Lífeyrissjóður bænda hefur ákveðið að bjóða upp á óverðtryggð lán og er þar með fyrsti lífeyrissjóðurinn til þess að gera slíkt. Þetta var tilkynnt á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var í gær. Um verður að ræða veðlán sem mest geta numið 10 milljónum króna með fimm ára lánstíma. Vestir munu fylgja vaxtaákvörðunum Seðlabankans, þ.e. almennum óverðtryggðum vöxtum að viðbættu álagi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Það álag er nú 3% og lánsvextir því 8,25% á þessari stundu. Lánin verða veitt til tækjakaupa eða framkvæmda og munu standa öllum sjóðsfélögum til boða.
Lífeyrissjóðurinn hefur einnig ákveðið að bjóða upp á verðtryggð lán með föstum vöxtum en til þessa hafa öll verðtryggð lán sjóðsins borið breytilega vexti. Fastir vextir á lánum sjóðsinis verða 5,5% en breytilegir vextir sjóðsins eru nú 5,0%.


back to top