Lausir hestar skapa mikla hættu

Mikið er um að tilkynnt sé um lausa hesta við þjóðveginn í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar og skapar þetta mikla hættu. Hafa orðið slys af þessum sökum undanfarið, að því er varðstjóri greinir frá.

Í ljósi vill Búnaðarsamband Suðurlands hvetja hrossaeigendur til þess að gæta að hrossum sínum og passi upp á að hross séu í aðhaldi þannig að þau komist ekki að vegum. Alltof oft hafa orðið slys sem rekja má til lausra hrossa við vegi landsins.


back to top