Landsýn vísindaþing landbúnaðarins

LANDSÝN — vísindaþing landbúnaðarins
verður haldið í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars kl. 10:00-16:30.
Boðið verður upp á rútuferð frá Reykjavík til Hvanneyrar og til baka eftir þingið. Brottför frá BSÍ kl. 8 og Keldnaholti kl. 8:20, heimferð frá Hvanneyri í síðasta lagi klukkan 17:00.
LANDSÝN tekur við af Fræðaþingi landbúnaðarins og að ráðstefnunni standa Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.
 

LANDSÝN 2013 skiptist í fjórar málstofur auk veggspjaldakynningar:
A. Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst
B. Ástand og nýting afrétta
C. Fóður og fé
D. Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla
Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins má finna á heimasíðu Landsýnar 
Skráning
Vinsamlega skráið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 4. mars með því að senda tölvuskeyti til landsyn@lbhi.is og setjið –skráning- í efnishaus. Í skeytinu þarf að koma fram nafn, vinnustaður, hvort vinnuveitandi greiði ráðstefnugjald eða greitt verði á staðnum og hvort viðkomandi hyggst nýta sér rútuferðina. Ráðstefnugjaldi verður stillt í hóf, kr. 5000. Rútufargjald og veitingar innifalið.

Landsýn vísindaþing landbúnaðarins

(meira…)


back to top