Landbúnarráðherra hefur áhyggjur af stöðu bænda

Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbánaðarmála, óttast að margir bændur þurfi að bregða búi vegna fjárhagserfiðleika. Hann mun á næstunni ræða við bændaforystuna um möguleg úrræði.
Ráðherrann segist ekki aðeins hafa áhyggjur af stöðu kúabænda, heldur bændastéttinni í heild.Erlend lán séu þung á fóðrum um þessar mundir og þar að auki hafi landbúnaðurinn hafi fengið á sig kostnaðarhækkanir. Hann segir óumflýjanlegt að skoða hvað hægt verði að gera til að bændur ráði við áburðarkaup í vor.


back to top