Laktósafrí léttmjólk á markað frá MS

Í júní mun MS setja á markað laktósafía léttmjólk sem þeir hafa þróað á síðastliðnum tveim árum.  Eins og segir á vef þeirra ms.is þá er í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja laktósann úr mjólkinni.  Laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Áður hefur MS kynnt á markaði fjölmargar vörunýjungar þar sem búið var að draga úr laktósa en ekki fjarlægja hann alveg. Má þar nefna sykurskerta Kókómjólk, Hleðslu og Skyr.is drykki.

Hvað er laktósaóþol?
Laktósaóþol hefur verið nokkuð í umræðunni en hjá fólki með laktósaóþol er minnkuð virkni eða skortur á ákveðnu ensími sem nefnist laktasi en hann sér um niðurbrot mjólkursykursins í líkamanum. Neysla á vörum með laktósa getur því valdið fólki með laktósaóþol ýmsum kviðverkjum og öðrum óþægindum. Hafa ber þó í huga að laktósaóþol eða mjólkursykursóþol er gjörólíkt mjólkurofnæmi sem er ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum.
Tíðni laktósaóþols
Laktósaóþol er mjög mismunandi eftir heimsálfum og í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er meirihluti fólks sem þolir ekki laktósa. Hér á Vesturlöndum er tíðni laktósaóþols þó mun lægra eða um 10% og á Norðurlöndunum er tíðni laktósaóþols í kringum 2-5%. MS hefur fundið fyrir mikinn áhuga íslenskra neytenda á vörum sem innihalda engan laktósa eða mjólkursykur og þetta er ástæða þess að þeir fóru af stað með þessa vöruþróun. Laktósafrí mjólk hentar því fólki með mjólkursykursóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara. Laktósafrí mjólk er jafnframt mun lægri í kolvetnum en önnur mjólk og er einnig D-vítamínbætt en það vítamín er af skornum skammti í mat og sérstaklega mikilvægt fyrir íbúa á norðlægum slóðum sem lítið sjá af sólinni á vetrarmánuðum.
Um nýju vöruna
Á síðustu mánuðunum hefur laktósafría mjólkin verið í prófun meðal neytenda og eru niðurstöðurnar mjög jákvæðar. Vöruþróun á þessari vöru hefur verið nokkuð langt og strangt ferli og það er ánægjulegt að sjá loks árangur erfiðisins. Fólki líkar laktósafría mjólkin vel. Umbúðahönnun er jafnframt lokið. Ef viðtökur á markaði verða góðar verður vonandi fjölgun í vöruflokkum án laktósa, segir á vef MS eða ms.is


back to top