Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði

Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna í Hafnarfirði og því hefur verið ákveðið að sýning þar hefjist ekki fyrr en 25. maí í stað 17. maí eins og til stóð. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 28. maí og mun hún verða auglýst betur þegar nær dregur. Hollaröðun verður birt á hér á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands föstudagskvöldið 14. maí. Þeir sem hafa skráð hross á Sörlastaðasýninguna eru beðnir um að láta vita um forföll í síma 480-1800 eins fljótt og auðið er.
Nokkuð er um að ekki sé búið að greiða sýningargjald fyrir hross sem búið er að skrá og biðjum við eigendur viðkomandi hrossa um að ganga frá greiðslu eigi síðar en fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 12. maí, annars reiknum við með að viðkomandi hross muni ekki mæta og þau fá þar af leiðandi ekki úthlutað tíma. Hægt er að greiða sýningargjaldið inn á reikning 152-26-1618, kt. 490169-6609. Sýningargjaldið er 14.500kr fyrir fullnaðardóm en 10.000kr fyrir byggingardóm.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top