Kúabændur vilja lægra verð á mjólkurvörum

Landsamband kúabænda býst við auknum þrýstingi á að mæta kröfum um raunlækkun á mjólkurvörum. Formaður sambandsins segir mikilvægt að ná niður framleiðslukostnaði og vill samninga við stjórnvöld.

Hár framleiðslukostnaður er meginvandi íslenskrar mjólkurframleiðslu. Þetta er mat Landssambands kúabænda sem hélt aðalfund um helgina. Landssambandið vill lækka verð á mjólkurvörum.
Þórólfur Sveinsson formaður Landssambands kúabænda segir enga aðgerðaáætlun um lægri framleiðslukostnað vera komna fram. Fjöldamargir þættir verði að koma til athugunar en Landssamband kúabænda hefur óskað eftir því við stjórnvöld að gengið verði til samninga um hvernig hraðast verði unnið að lækkun á framleiðslukostnaði mjólkur.


back to top