KS og SKVH greiða uppbót á sauðfjárinnlegg

Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhús KVH ehf. á Hvammstanga hafa tekið þá ákvörðum að greiða sínum innleggjendum 8 krónu uppbót á hvert kíló af innlögðu dilkakjöti sem slátrað var s.l sláturtíð.

Greiðslan fer fram á næstu dögum. Í haust gagnrýndu sauðfjárbændur verðskrár sláturleyfishafa sem þeir töldu að endurspeglaði ekki kostnaðarhækkanir sem bændur hefðu þurft að taka á sig. Segja má að þessi greiðsla nú komi að nokkru til móts við þær gagnrýnisraddir. Ekki liggur fyrir hvort aðrir sláturleyfishafar hyggjast gera slíkt hið sama.


back to top