KS og SKVH gefa út afurðaverð

Á vef Landsambands sauðfjárbænda má finna verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg haustið 2013.  Það var Kjötafurðastöð KS og SKVH sem voru fyrstir til þess, en gera má ráð fyrir að það styttist í að aðrir fylgi í kjölfarið.  Verðskrá KS og SKVH

Á vef LS saudfe.is má fylgjast með hækkunum en þar eru þeir búinir að reikna eftirfarandi:

„Útreikningar LS leiða í ljós að vegið meðalverð á lambakjöti til bænda hækkar skv. verðskránni í tæpar 582 kr/kg, ef miðað er við kjötmat á landinu öllu 2012. Landsmeðaltal var 543 kr/kg árið 2012, að meðtöldum 15 kr/kg aukagreiðslum sem greiddar voru fyrr á þessu ári.

Hækkunin er því 7.1% að aukagreiðslunum meðtöldum, eða 39 kr/kg, en tæp 10% séu þær ekki taldar með.

Hinsvegar er talsverð lækkun á verði fyrir annað kindakjöt. Meðalverð á landinu öllu fyrir það var 252 kr/kg í fyrra en ofangreindri verðskrá lækkar það um rúm 30% og fer niður í 176 kr/kg. Það er lækkun um 76 kr/kg. Engar aukagreiðslur voru greiddar vegna þess fyrr á árinun.“

Í fréttatilkynningu frá KS og SKVH eru bændur hvattir til að panta slátrun sem fyrst. Eins og fram kemur í verðskrá þá er áætluð slátrun í þrjá daga í ágústmánuði og fer sú slátrun fram á Hvammstanga. Mjög mikilvægt er að fá allt að 4-5.000 kindur í slátrun í þessar þrjár slátranir, en afurðirnar fara ferskar á markað í Bandaríkjunum. Því biðjum við bændur um að kanna vel hvort þeir geti lagt okkur eitthvað til þessa daga. Nánar á saudfe.is


back to top