Klaufskurður bætir líðan kúnna og eykur afurðir

Þorstein Logi Einarsson og Sigmar Aðalsteinsson sjá um klaufsnyrtingu fyrir Kynbótastöð Suðurlands. Þeir bændur sem áhuga hafa á að láta snyrta klaufir kúa sinna hafi samband við Þorstein Loga í síma 867-4104 og eða í netfangið thorsteinn82@simnet.is. Þá er líka hægt að panta klaufskurð á skrifstofu Búnaðarsambandsins. Á síðasta ári voru klaufir á 2.593 kúm á 75 bæjum klipptar á Suðurlandi. Kostnaður við klaufskurð á síðasta ári var kr. 725 á kú.
Timagjald frá áramótum verður kr. 3.500,- á mann og komugjald óháð vegalengdum kr. 9.000.  Hér er um lítillega hækkun að ræða en miðað við sömu forsendur og á síðasta ári yrði kostnaður við klaufskurð á kú 837 kr. Rannsóknir á áhrifum klaufskurðar á afurðir og velferð kúa í nágrannalöndum okkar sýna ótvíræðan árangur. Bændur eru hvattir til að huga að klaufum kúa sinna og nýta sér þessa ódýru þjónustu.


back to top