Klakabrjótur til að vinna gegn kalskemmdum

Gunnar Freyr Þrastarson, nemandi í orku- og véltæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur hannað klakabrjót til að vinna gegn kalskemmdum í túnum.  Á fréttavefnum mbl.is er viðtal við Gunnar Frey sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og kynnti nýverið lokaverkefni sitt.  Hugmyndina fékk Gunnar Freyr síðasta vor þegar fréttaflutningur var sem mestur af kalskemmdum í túnum.  

Gunnar Freyr segir að hægt sé að koma í veg fyrir kalskemmdir í túnum, með því að koma súrefni að grasinu.  Næsta mál er fá fjármagn í smíði á tækinu og koma því í prófun næsta vor.  Spennandi verður að fylgjast með þessu verkefni og vonandi að þetta gangi upp og geti gagnast bændum í baráttunni gegn kalskemmdum.


back to top