Kiljan frá Steinnesi hæst dæmda kynbótahrossið

Á ráðstefnunni Hrossarækt 2010 síðasta laugardag voru veitt ný verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross ársins, leiðrétt fyrir aldri. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut stóðhestsins Kiljans frá Steinnesi sem hlaut í aðaleinkunn 8,71 eða 8,78 aldursleiðrétt.
Kiljan er sex vetra gamall., undan Kletti frá Hvammi og Kylju frá Steinnesi, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Ræktandi Kiljans er Magnús Jósefsson í Steinnesi, en eigendur eru Halldór Þorvaldsson, Elías Árnason og Ingolf Nordal. Hrossaræktarsamtök Suðurlands óska ræktanda og eigendum til hamingju með þennan frábæra árangur.


back to top