Kaup og sala á lifandi sauðfé

Í skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar er nauðsynlegt að skrá kaup og sölu á lifandi sauðfé, bæði lömbum og fullorðnu fé. Þeir sem skráðir eru í netskil á fjarvis.is framkvæma þetta þar. Þeir sem skiluðu lambabók í vor nota þar til gert eyðublað í lambabókinni. Þeir sem hins vegar skiluðu ekki lambabók í vor geta nýtt sér eyðublað sem er að finna hér á vefnum.
Eyðublaðið má nálgast með því að smella hér.


back to top