Jóhannes Hr. Símonarson horfinn til annarra starfa

Í gær var síðasti vinnudagur Jóhannesar Hr. Símonarsonar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann hefur nú sem kunnugt er tekið við starfi aðstoðarútibússtjóra Kaupþings á Hellu. Verkefni Jóhannesar hjá Búnaðarsambandinu munu flytjast á aðra starfsmenn Búnaðarsambandsins en hann kom einkum að rekstrar- og jarðræktarráðgjöf auk ýmissa annarra verkefna.
Jóhannesi er óskað góðs gengis og velfarnaðar í starfi sínu hjá Kaupþingi um leið og honum er þökkuð mjög vel unnin störf hjá Búnaðarsambandinu.
Víst er að skarð það sem Jóhannes skilur eftir sig verður vandfyllt en hann starfaði hjá BSSL frá árinu 1999.


back to top