Haustfundur HS

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, fimmtudaginn 22. október kl. 20:30. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ og Þorvaldur Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri verða frummælendur á fundinum. Guðlaugur mun fara yfir hrossaræktarstarfið á árinu og Þorvaldur kynna hvaða hestatengtnám er í boði við LbhÍ.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum. Kaffi og meðlæti í boði samtakanna. Sleipniskonur eru þekktar fyrir sitt góða meðlæti.

Stjórnin


back to top