Íslandsmeistaramót í hrútaspilinu

Sunnudaginn 13. desember n.k. verður haldið Íslandsmeistaramót í Hrútaspilinu þar sem keppt verður um Hrútabeltið. Mótið verður haldið í Þjóðminjasafninu og hefst klukkan 14.
Allir geta tekið þátt, en skilyrði er þó að eiga nýja Hrútaspilið en það verður til sölu í verslun Þjóðminjasafnsins. Eina sem þarf er að mæta í Þjóðminjasafnið og skrá sig til leiks fyrir klukkan 14.

Keppt verður í riðlum þar sem tveir „stangast á“ í einu og heldur sigurvegarinn síðan áfram í næsta riðil.


Sigurvegarinn verður sæmdur Hrútabeltinu og fær viðhafnarútgáfu af Hrútaspilinu 2009-2010.


Með bestu kveðju,
Sæðingahrútar Íslands



 


back to top